19.11.2011 14:46
Uppskeruhátíð veiðifélagsins
Þá er uppskeruhátíð veiðifélagsins lokið. Menn fengu ýmis verðlaun fyrir afrek sín á árinu. Má þar nefna: Stærsti og minnsti laxinn, Maríu laxinn, Tilþrif ársins, Stærsta bleikjan, Stærsti sjóbirtingurinn, Veiðimaður ársins og svo Skytta ársins. Einnig kom fram nýtt lógó veiðifélagsins sem prýðir nú vefsíðu okkar. Munum svo setja inn nýjar myndir á næstu dögum.
Skrifað af MJM
01.11.2011 22:29
Rjúpnaveiði Hallstaðir
Þá er fyrsta helgin í rjúpu afstaðin. Magnús, Ingvi og Guðmundur fóru á Hallstaði og gengu 25km upp og niður fjöll. Árangurinn var góður og náðu allir kvótanum. Kíkið á myndirnar.
Skrifað af MJM
28.09.2011 15:11
Laxá í Dölum
Dalakóngurinn er í moki í dölunum, heyrði í honum eftir 2 vaktir og var hann búinn að landa 4 í Gíslakvörn,Svartfoss,Efri kista og Mjóhyl, allt á flugu. Fiskur um alla á og mikið líf. Einnig er hann búinn að missa nokkra í löndun.
Skrifað af Bjartur
19.09.2011 21:51
Nýjar myndir og video
Þá fer stangveiðitíminn að líða undir lok og skotveiðitíminn kominn á fullt. Ég setti inn nýjar myndir úr nokkrum ferðum og einnig video. Vert að skoða Adda þar sem hann tók einn á hitch sem náðist á mynd.
Skrifað af MJM
03.08.2011 12:48
Breiðdalsáin/Silungasv
Þá er túrnum í Breiðdalsánna lokið, menn urðu fyrir smá vonbrigðum þar sem lax var bara að finna í einum hyl uppfrá en hann straujaði bara í gegnum neðsta svæðið greinilega. Kannski var bara gott að ná þessum 2 löxum sem við náðum, meðalþyngdin var ekkert slor ca 10pund. Ég er nokkuð viss um að þetta svæði sé mun betra síðsumars. Annars eru þetta gríðarfallegar ár og umhverfið magnað. Annars skemmtu menn sér vel þó að Haffa Haff diskurinn gleymdist heima:( það má ekki gerast aftur!
Skrifað af Bjartur
04.07.2011 17:02
Getraun
Hvaða á er með þessar tölur þann 4.7.2011?
40 laxar.
Meðalþyngd 6.12kg.
Meðallengd 83.58cm.
40 laxar.
Meðalþyngd 6.12kg.
Meðallengd 83.58cm.
Skrifað af Bjartur
28.06.2011 15:01
Grímsá
Þá er fyrsta laxveiðitúrnum lokið hjá okkur félögunum, ekki komust þó allir með.
Þetta var fínasti túr fyrir utan fiskleysið og veður, sem var ekki skemmtilegt á köflum. Aflinn hjá okkur veiðifélags mönnum var bara 3laxar, ein bleikja og einn sjóbbi en það er bara vel af sé vikið þar sem hollið fékk aðeins 5laxa í heildina. Dalakóngurinn fór langt með að tryggja sér verðlaun fyrir stærsta sjóbbann og Capteinninn nánast tryggði sér verðlaun fyir stærstu bleikjuna (55cm) fyrir komandi árshátið. Það fara eflaust myndir og myndband að detta inn fljótlega.
Nú styttist í Breiðdalsánna og þar verður eflaust gaman og allir með, Nú er þarf maður að fara að plana eitthvað óvænt til að eiga séns á að vinna PACASINN í ár.
Kv
Bjartur.
Þetta var fínasti túr fyrir utan fiskleysið og veður, sem var ekki skemmtilegt á köflum. Aflinn hjá okkur veiðifélags mönnum var bara 3laxar, ein bleikja og einn sjóbbi en það er bara vel af sé vikið þar sem hollið fékk aðeins 5laxa í heildina. Dalakóngurinn fór langt með að tryggja sér verðlaun fyrir stærsta sjóbbann og Capteinninn nánast tryggði sér verðlaun fyir stærstu bleikjuna (55cm) fyrir komandi árshátið. Það fara eflaust myndir og myndband að detta inn fljótlega.
Nú styttist í Breiðdalsánna og þar verður eflaust gaman og allir með, Nú er þarf maður að fara að plana eitthvað óvænt til að eiga séns á að vinna PACASINN í ár.
Kv
Bjartur.
22.02.2011 11:58
Vor og sumar.
Jæja, nú er bara rúmur mánuður í veiðina og menn telja niður. Ætli stefnan sé ekki upp í Meðalfellsvatn í apríl eins og í fyrra, legg til að menn fjölmenni þangað einhvern góðviðris dag.
Annars hef ég góða tilfinningu fyrir veiðisumrinu, og þá sérstaklega Grímsá og Breiðdalsá:) bara mok og aftur mok. Hver veit nema Doktorinn eða Dalakóngurinn nái 20pundaranum, en þeir ætla að vera mikið á stórlaxaslóðum í sumar, hef samt lúmskan grun um að einhver verði mjög heppinn í Breiðdalnum og brjóti múrinn 100+.jejeje.
Kv
Bjartur.
Annars hef ég góða tilfinningu fyrir veiðisumrinu, og þá sérstaklega Grímsá og Breiðdalsá:) bara mok og aftur mok. Hver veit nema Doktorinn eða Dalakóngurinn nái 20pundaranum, en þeir ætla að vera mikið á stórlaxaslóðum í sumar, hef samt lúmskan grun um að einhver verði mjög heppinn í Breiðdalnum og brjóti múrinn 100+.jejeje.
Kv
Bjartur.
22.09.2010 09:29
Sumarið 2010
Jæja, Þá er sumarið búið og menn að pakka veiðigræjunum og byrjaðir að huga að næsta sumri, árshátiðin nálgast og þar verður án efa húllumhæ ef menn halda sér vakandi til miðnættis,,hehe.
Sumarið var nú gott hjá flestum og margir stórlaxar komu á land, og líka einn vel lítill grillsari. Stóru árnar stóðu ekki undir væntingum(nema Grímsáin) hvað afla varðar en ódýru árnar rifu upp aflatölur hjá mönnum.
Fyrsti alvöru veiðitúr félagsins var farinn og var hann frábær í alla staði, og stóð uppúr hjá mér í sumar. Allmörg stór núll komu hjá mönnum og trúi því varla enn að ég hafi núllað Syðri brú! En það er allt í lagi að núlla nokkrum sinnum, þá á maður svo mikið inni:)
En allavega styttist árshátiðina og verður hún örugglega frábær
Kv
Mr.Grills
Sumarið var nú gott hjá flestum og margir stórlaxar komu á land, og líka einn vel lítill grillsari. Stóru árnar stóðu ekki undir væntingum(nema Grímsáin) hvað afla varðar en ódýru árnar rifu upp aflatölur hjá mönnum.
Fyrsti alvöru veiðitúr félagsins var farinn og var hann frábær í alla staði, og stóð uppúr hjá mér í sumar. Allmörg stór núll komu hjá mönnum og trúi því varla enn að ég hafi núllað Syðri brú! En það er allt í lagi að núlla nokkrum sinnum, þá á maður svo mikið inni:)
En allavega styttist árshátiðina og verður hún örugglega frábær

Kv
Mr.Grills
Skrifað af Mr. Grills
22.07.2010 22:24
Nýjar fréttir....
Var að setja inn myndir eftir ferðum á Nessvæðinu í Aðaldalnum sem er vagast sagt geggjuð svæði, og svo frá Miðfjarðaránni... Enjoy!!
Skrifað af Cédric
06.07.2010 21:18
Veiðifélag Nes í Soginu
Stjórn Veiðifélags Nes var að koma úr Soginu og var árangurinn góður. Endilega kíkið á myndirnar og nýju vídeó brotin sem Doktorinn tók.
Skrifað af MJM
07.06.2010 10:24
Hnútar
Þar sem styttist í laxinn, er ekki vitlaust að læra 1-2nýja hnúta fyrir sumarið.
animatedknots.com

animatedknots.com
Skrifað af Bjartur
12.05.2010 20:47
Fréttir
Bjartur og Capteinninn kíktu í Meðalfellsvatn í tvo tíma í gærkvöldi, 3 urriðar og 1 bleikja komu land. Einn urriðinn var langur og mjór 2-3pund annað var smátt. Mjög mikið líf var og mikið af uppítökum.
4maí fór síðan Bjartur í Elliðárnar og náði bara einum pundara, lítið vatn var í ánni og fiskurinn tók illa en tók þó þurrflugu í Hólmavaði.
4maí fór síðan Bjartur í Elliðárnar og náði bara einum pundara, lítið vatn var í ánni og fiskurinn tók illa en tók þó þurrflugu í Hólmavaði.
11.03.2010 15:04
1.apríl
Sælir, nú styttist í 1.apríl óðfluga, aðeins 3 vikur og biðin er á enda. Legg til að menn hittist þá í einhverri sprænu eða vatni og taki nokkur köst.
Ég mæli með Meðalfellsvatni eða Brúará ef systir Capteinsins leyfir.
Sá sem nær fyrsta fiski ársins verður verðlaunaður sérstaklega á uppskeruhátið félagsins í haust!
Ég mæli með Meðalfellsvatni eða Brúará ef systir Capteinsins leyfir.
Sá sem nær fyrsta fiski ársins verður verðlaunaður sérstaklega á uppskeruhátið félagsins í haust!
Skrifað af Formaðurinn
Flettingar í dag: 621
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 320
Gestir í gær: 86
Samtals flettingar: 332220
Samtals gestir: 34667
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:48:48