17.09.2015 18:14
Addi, Maggi og Ingvi gera það gott
Hluti af meðlimum Veiðfélags Nes fóru nýlega í Laxá á Skógarströnd og gerðu það gott. Var fiskur um alla á og endalausar tökur. Ein besta ferð ársins án efa. Endilega kíkið á myndirnar.
Skrifað af MJM
19.07.2015 09:20
Vesturdalsá
Vorum að koma úr Vesturdalsá, fengum 5 laxa þ.a. voru 3 yfir 80cm. Kíkið á myndirnar.
Skrifað af MJM
08.07.2015 09:03
Kjarri og Ceddarinn í Aðaldalnum
Kjarri og Ceddarinn voru að koma úr Aðaldalnum og fengu 3 væna fiska (91cm, 92cm og 93cm). Kíkið á myndirnar.
Skrifað af MJM
06.03.2015 09:19
Veiði
Veiði eftir nokkra daga! Getur það verið?
Það segja mér fróðir menn að vorið komi 16.mars,,,

Kv
Bjartur.
27.10.2014 23:43
Rjúpnaveiði
Skotveiðiarmur veiðifélagsins fór á rjúpu um helgina og gekk veiðin ágætlega. Fengust 31 rjúpa og voru veiðimenn sáttir eftir góða helgi. Kíkið á myndirnar.
Skrifað af MJM
03.10.2013 11:07
Sumarið
Jæja sumarið er liðið og menn byrjaðir að hugsa um næsta sumar í veiðinni, skotveiðideildin er farin að pússa hólkana fyrir rjúpuna sem bíður þess að komast í pottinn fyrir jólin.
Það gekk svona lala hjá mönnum í laxinum en það sem helst hamlaði góðri veiði var vestanátt 15m/sek upp ána, síðan var það hiti, sól og logn og þriðja útgáfan frost(: En maður getur varla kvartað yfir því, menn voru allavega ekki að núlla mikið;)
Það verður gaman að fylgjast með veiðileyfamarkaðnum í vetur, ég spái óbreyttum verðum á flestum stöðum.
Skrifað af Bjartur
30.07.2013 16:34
Dunká júlí 2013
Erum að setja inn myndir úr Dunká. Fengum 8 laxa. Fullt af laxi í ánni sem geymir marga flótta veiðistaði.
Skrifað af MJM
09.07.2013 17:36
Sogið Ásgarður
Þá eru komnar inn myndir frá Soginu. Óli fékk einn boltafisk (nýgengin 85cm hrygna) sem tók 30mín að landa. Setti einnig myndir frá Tungufljóti þar sem Kjartan velti bílnum sínum.
Skrifað af MJM
07.07.2013 23:54
Sogið Ásgarður
Erum í Soginu, þegar komnir 2 fiskar á land, setjum inn myndir eftir ferðina.
Skrifað af MJM
20.09.2012 10:10
Stóra Laxá
Veiðifélag Nes er nýkomið úr frábærum túr í Stóru Laxá þar sem hollið fékk 18 laxa og komu nokkrir stórir á land. Endilega kíkið á myndirnar, við munum einnig setja inn video á næstu dögum.
Skrifað af MJM
17.07.2012 15:39
Veiðin.
Eitthvað eru smálaxagöngurnar dræmar hingað til í sumar, en stórlaxinum fjölgar með hverju árinu.
Það er fínt því ég er búinn að landa smálöxum sumarsins nú þegar, og nú tekur 2ja ára laxinn við keflinu og rífur í sig flugurnar mínar það sem eftir lifir sumars;)
Það verður gaman að heyra í stórumönnunum þegar þeir verða á bökkum Laxár um helgina, fá þeir loks 20pundarann? Vonandi!
Skrifað af Bjartur
13.06.2012 14:59
Risa Sjóbirtingur
Dætur mínar veiddu einn þokkalegan Sjóbba í Skagafirðinum um daginn, það verður erfitt að toppa þennan fisk í sumar! 82cm og 6kg!
Kíkið á myndina!

Skrifað af Bjartur
05.06.2012 09:06
Laxar
Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðárnar, kíkti í fossinn í hadeginu og sá þar 3stk, það hefði varla tekið nema eitt rennsli að ná einum. Það stefnir allt í gott veiðisumar, allavega er laxinn snemma í ár
Skrifað af Bjartur
07.05.2012 08:59
Meðalfellsvatn
Það var skottast upp í Meðalfellsvatn á föstudagskvöld, stoppuðum í 2 klst og fyrstu köst sumarsins tekin í flottu veðri. Aflinn var 3 urriðar um pundið, allir á Black ghost þyngdan.
Nú fer laxinn að renna sér inn í árnar og biðin styttist, hver veit nema maður landi 20pundaranum í sumar;)
Nú fer laxinn að renna sér inn í árnar og biðin styttist, hver veit nema maður landi 20pundaranum í sumar;)
Skrifað af Bjartur
27.01.2012 10:06
Sumarið 2012
Syðri Brú 7-8/7, Bíldsfell 29-30/7,Fáskrúð 27-29/8,Stóra 1-2 14-16/9, Það er von á stórum löxum í sumar hjá okkur. Síðan fara Dokki og DK norður og austur og þar er nú aldeilis von á góðu.
Skrifað af Bjartur
Flettingar í dag: 98
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 320
Gestir í gær: 86
Samtals flettingar: 331697
Samtals gestir: 34614
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 04:00:04